Fagurkerar munu elska þessa hugmynd

Kertaljós og blómailmur - fullkomið kombó!
Kertaljós og blómailmur - fullkomið kombó! Mbl.is/TikTok_ramin2025

Fagurkerar og þeir sem vilja hafa huggulegt í kringum sig, ættu ekki að láta þessa sérlega sniðugu hugmynd framhjá sér fara.

Hér um ræðir sáraeinfalda útgáfu hvernig þú getur bæði prýtt og notið huggulegra stunda með litlu kerti, glasi og blómum einu saman. Þú einfaldlega finnur fram lítið glas og setur vatn í það. Síðan klippir þú niður blóm eða jafnvel eucalyptus greinar (sem ilma svo vel) og setur ofan í vatnið. Að lokum setur þú kerti í glasið. Þegar kertið byrjar að hitna þá magnast ilmurinn frá blómunum og þú munt fá fínasta stáss og ilm um húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka