Nágrannar bjóða upp á þjónustu á viðráðanlegu verði

Stofnendur Nágranna - hér má sjá Nicholas til vinstri og …
Stofnendur Nágranna - hér má sjá Nicholas til vinstri og Andrew til hægri. mbl.is/Mynd aðsend

Við höfum lengi beðið eftir þjónustu sem þessari. Nágrannar eru svo sannarlega eitt vinsælast appið þessi dægrin og það ekki að ástæðulausu.

Nágrannar bjóða upp á viðráðanlega, trausta og hraða heimsendingarþjónustu á mat frá hádegi til kvölds alla daga vikunnar. Fyrirtækið var stofnað af Nicholas og Andrew haustið 2020, en Nicholas kemur frá Skotlandi og hefur reynslu úr start-up heiminum. Hann hefur bakgrunn í viðskiptafræði og markaðsfræði á meðan Andrew, sem kemur frá Ástralíu - er reynslumikill forritari sem sérhæfir sig í app forritun. Nágrannar hafa nú stækkað frá stofnendunum tveimur yfir í hóp fjögurra metnaðarfullra einstaklinga sem öll vilja breyta vettvangi heimsendingarþjónustu til hins betra.

Nicholas og Andrew fannst vanta úrval af heimsendingarþjónustu á viðráðanlegu verði fyrir viðskiptavini og ákváðu að taka málin í sínar hendur. Þeir vildu ná til úthverfa sem hafa mögulega ekki átt þann kost að fá sendan mat heim að dyrum.  Eins og er bjóða Nágrannar upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu en stefna á að breiða úr sér í kringum allt landið. En heimsendingargjaldið er einungis 790 kr. hvaðan sem viðskiptavinir eru staðsettir.

Svona virka Nágrannar

Nágrannar gefa litlum til stórum veitingastöðum tækifæri á að stækka kúnnahóp sinn á viðráðanlegu verði. Fyrirtækið býður upp á nýjungagjarnt app sem er auðvelt í notkun. Appið gefur viðskiptavinum tækifæri á að panta sér mat á fljótlegan hátt frá uppáhalds veitingastaðunum sínum og einnig fylgjast með öllu pöntunarferlinu frá því að pöntun er í vinnslu og þar til sendill er á leiðinni með pöntun.

Matarmenningin á Íslandi hefur stækkar hratt á síðustu árum. Nágrannar sáu tækifæri í því að bjóða almenningi upp á heimsendingu á mat frá spennandi veitingastöðum og byggja þannig upp vettvang sem styður við þessa matarmenningu. Heimsending sem krefst ekki forpöntunar langt fram í tímann er eitthvað sem var mikill skortur á Íslandi – og við hér á matarvefnum segjum „húrra“ fyrir Nágrönnum.

Eins má nefna að viðskiptavinir geta einnig pantað sér mat á heimasíðunni nagrannar.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert