Hvenær notum við blástur í ofninum?

mbl.is/

Ertu stundum í vafa um hvort þú eigir að stilla á blástur eða vera með á undir- og yfirhita þegar þú setur kræsingar í ofninn? Þá er svarið hér að finna.

Blástur

  • Í raun má setja alla rétti inn í ofn með blæstri. Hins vegar eru ákveðnir réttir sem þola það síður en aðrir. Brauð fær t.d. stökkari skorpu, og það getur orðið þurrara þegar hitinn blæs í kringum það.
  • Ef í uppskriftinni stendur að hita eigi ofninn upp í 200° skaltu draga um 10% frá og stilla hann ekki á meira en 180° ef þú kýst að nota blástur.
  • Það er auðveldara að vera með fleiri en eina bökunarplötu í einu er þú notar blástur, en þá ber að varast að þær standi ekki of nálægt hver annari til að loftið nái að dreifa sér almennilega um ofninn.

Undir- og yfirhiti

  • Brauð sem er bakað úr þurru deigi, eins og t.d. rúgbrauð, ætti ekki að baka með blæstri. Brauð bakast mun betur við undir- og yfirhita.
  • Það má auðveldlega baka smákökur með blæstri, en ef þær eiga að geymast í einhvern tíma haldast þær stökkari ef þær eru bakaðar með undir- og yfirhita.
  • Pítsa verður til að mynda sérstaklega góð ef þú bakar hana á háum undirhita.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert