Minnsta kaffihúsið með nýja jólavöru

Smáframleiðandinn Minnsta kaffihúsið, færir okkur nýjung fyrir jólin.
Smáframleiðandinn Minnsta kaffihúsið, færir okkur nýjung fyrir jólin. Mbl.is/Melabúðin

Minnsta kaffihúsið, sem nýtur mikilla vinsælda, sérstaklega fyrir jólin, kynnir nýja vöru; þitt eigið minnsta piparkökuhús.

Hér ræðir um nýja vöru frá smáframleiðandanum; piparkökuhús sem þú bakar sjálf/ur í eldhúsinu heima. Í pakkanum er deig gert eftir 40 ára gamalli uppskrift og aðlagað fyrir þá sem hvorki neyta eggja né mjólkur. Uppskriftin hentar því einnig þeim sem tileinka sér vegan lífsstíl. Í pakkanum er einnig að finna krem eða „icing“ sem hægt er að nota til að líma piparkökuhúsin saman sem og til að skreyta húsin. Pakkinn inniheldur einnig lítil form sem maður klippir út og notar sem skapalón til að skera út hliðar og þak fyrir þetta oggulitla hús.

Þeim sem vilja hafa það huggulegt á aðventunni og útbúa sitt eigið minnsta piparkökuhús er bent á að húsin eru til sölu í versluninni Me&mu á Garðatorgi, Krónunni Lindum og Granda og fljótlega í Melabúðinni. Í fréttatilkynningu skorar Minnsta kaffihúsið á landann að skera út, baka og setja saman sitt eigið minnsta piparkökuhús. Og við hér á matarvefnum tökum áskoruninni!

Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert