Bestu ráðin til að þíða kalkún

Það má finna kalkún víða á boðstólnum yfir jólahátíðina.
Það má finna kalkún víða á boðstólnum yfir jólahátíðina. mbl.is/Getty Images

Það er ekki það sama að láta kjúklingabringur þiðna og heilan fugl – en hér eru bestu ráðin hvað það varðar.

Margir hafa hug á að kaupa kalkún fyrir jólin en ekki er alltaf svo auðvelt að næla sér í ferskt kjöt. Þá leitum við í frystinn og finnum fuglinn þar. Það er mikilvægt að vera varkár þegar við affrystum kalkúninn til að fjölskyldan endi ekki með magakveisu í kringum jólahátíðina. Þú þarft að ganga úr skugga um að fuglinn sé hvergi frosinn þegar þú byrjar að elda hann, því þá eldast hann ekki jafnt og skaðlegar bakteríur gætu lifað eldunarferlið af, sem gæti eyðilagt jólin fyrir öllum. Hér er mikilvægt að vera skipulagður og plana fram í tímann.

Byrjaðu á því að reikna út hversu langan tíma það tekur fyrir kjötið að þiðna. Best er að þíða kalkúninn við 4° í kæli í 10-12 klukkustundir á hvert kíló. Passið að pakka honum vel inn eða látið standa á sérstöku fati til að vökvinn leki ekki yfir í önnur matvæli. Hellið reglulega vökvanum frá, en það mun koma þér á óvart hversu mikill safi kemur. Þegar kalkúnninn hefur náð öllu frosti úr sér skaltu geyma hann áfram í kæli þar til þú ert tilbúinn að elda hann.

Áður en þú byrjar að elda kalkúninn skaltu þreifa hann að innan til að ganga úr skugga um að engir ískristallar séu þar enn. Þú getur einnig stungið í þykkari hluta fuglsins með gaffli til að tékka á frosti í kjötinu.

Tímar og ráð til að elda kalkún

  • Stillið ofninn á 180°.
  • 45 mínútur á hvert kíló, plús 20 mínútur, fyrir kalkún undir 4,5 kg.
  • 40 mínútur á kíló fyrir kalkún sem er á milli 4,5 kg og 6,5 kg.
  • 35 mínútur á kíló fyrir kalkún sem er meira en 6,5 kg.
  • Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi eldunartími er byggður á ófylltum kalkúnum. Ef fuglinn er fylltur tekur lengri tíma að elda hann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert