Salatið sem Tobba varð ástfangin af á Balí

Salatið smakkast eins og draumur.
Salatið smakkast eins og draumur. Ljósmynd/Aðsend

Meistari Tobba Marínós deildir hér uppskrift að salati sem hún kolféll fyrir þegar hún dvaldi á Balí hér um árið. Salatið er sjúklega hollt og bragðast unaðslega.

„Ég varð ástfangin af þessu salati á Balí og í mesta suddanum finnst mér fátt betra en að rifja upp góða takta frá Balí. Byrja daginn á ofurskál frá Granólabarnum sem er án alls viðbættssykurs og fá mér svo súpersalat í hádeginu. Ég hlýt að enda sem ofurhetja!!“ segir Tobba við mælum svo sannarlega með grænu djúsunum hennar sem gera allt betra.  

Súpersalat frá Balí!

  • 300 g soðin rauð hrísgrjón – ath passa að ofsjóða ekki. Þau eiga að vera stökk.
  • 1 avókadó- ekki of mjúkt!
  • ½ bolli ferskt kóríander
  • ½ bolli fersk mynta
  • ½ bolli Kasjúhnetur
  • 1 bolli picollo tómatar
  • ½ bolli ferskar edamame baunir ef fáanlegar
  • 1 bolli spergilkál
  • 1 bolli grillaðir sætkartöfluteningar (gott að eiga þessar elskur inn í ísskáp – frábært snakk fyrir litla putta)
  • 1 msk. þurrkuð trönuber
  • 2 tsk. kókosolía
  • ½ lime
  • Sjávarsalt

Aðferð:

  1. Hrísgrjónin er soðin með 1 msk. af kókosolí og 1 tsk. af salti. Sett til hliðar og kæld.
  2. Því næst er spergilkálið léttsteikt upp úr kókosolíu en hún hentar mun betur en ólífuolía til steikingar á háum hita. Passið að léttsteikja kálið svo það tapi ekki næringargildi sínu og haldið stökkleikanum.
  3. Tómatarnir eru skornir í tvennt og ferska kryddið saxað. Avókadóið er skorið í teninga. Hneturnar saxaðar og baunirnar teknar innan úr belgnum. Því næst er öllu blandað varlega saman.
  4. Öllu blandað saman. Salt, kókosolía og limesafi fara saman í bolla – og er helt yfir salatið áður en það er borið fram. Ég borða salatið alltaf eitt og sér í hádeginu en það er án efa fullkomið með grilluðum lax!
  5. Ekki er verra að fá sér grænandjús með og senda nokkra fallega og jákvæða pósta. Ekki sendur maður hatemail eftir svona góðan mat! 
Græni drykkurinn sem gerir allt betra.
Græni drykkurinn sem gerir allt betra. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert