Sum eldhús fá hjartað til að slá örlítið örar – og þetta hér er eitt af þeim. Gullfallegt sumarbústaðareldhús á Suðurlandi, sem við höldum ekki vatni yfir.
Við fengum að skyggnast inn í glæst sumarhús, þar sem eldhúsið fangaði sérstaka athygli okkar. Hér ræðir um sérsmíði frá trésmíðaverkstæðinu Grindinni, en það var innanhússhönnuðurinn hún Sæja sem hannaði innréttinguna – stórglæsilegt að okkar mati. Innréttingin er sprautulökkuð í ljósum lit, með fulningafronta sem setja óneitanlega sterkan svip á heildarútlitið, ásamt gylltum höldum og öðrum ómissandi smáatriðum. Einstaklega hlýlegt og notalegt sumarhús, en við leyfum myndunum að tala sínu máli hér fyrir neðan.