Hjónin Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson ætla í samstarfi við Gleðipinna, að opna nýjan pítsustað í Reykjavík á vormánuðum.
Vænta má þess að ítalskt hráefni verði í forgrunni enda eru Ása og Emil fólkið á bak við Olifa vörurnar sem slegið hafa í gegn hérlendis.
Staðurinn verður staðsettur á Suðurlandsbraut en síðan mun minni útgáfa af honum opna í verslun Krónunnar í Skeifunni.
Viðskiptablaðið greinir frá.