Svona losnar þú við skápalykt

Það jafnast ekkert á við vel ilmandi flíkur í skápnum.
Það jafnast ekkert á við vel ilmandi flíkur í skápnum. mbl.is/

Kannastu við að finna svokallaða „skápalykt“ af fötum sem hafa hangið of lengi ónotuð inni í skáp? Svona losnar þú við lyktina.

Það er auðveld leið til að fríska upp á pólýesterspjarirnar sem hanga inni í skáp og safna ryki og skápalykt. Margir hengja fötin út á snúru til að leyfa ferska loftinu að leika um flíkurnar, en í þessu tilviki þarftu ilmolíudropa og bómullarhnoðra.

Svona losnar þú við skápalykt

  • Taktu fjóra bómullarhnoðra og helltu fimm dropum af piparmyntuolíu og fimm af lavenderolíu í bómullina.
  • Settu bómullina í lítinn taupoka og hengdu á herðatré inn í skáp – og áður en þú veist af er skápurinn farinn að ilma sem aldrei fyrr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert