Lakkrísnýjung sem þú munt vilja smakka

Mjólk og hunang er nýjast viðbótin hjá Johan Bülow.
Mjólk og hunang er nýjast viðbótin hjá Johan Bülow. Mbl.is/Johan Bülow

„Dekraðu við þig með mjólk og hun­angi“ – seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá ókrýnda lakk­rí­skóng­in­um Joh­an Bülow og við leggj­um við hlust­ir.

Hér um ræðir svo­kallaðan hæg­eldaðan lakk­rís í splúnku­nýrri viðbót í úr­valið sem fyr­ir er og mörg okk­ar þekkja vel. Hér er lakk­rís­inn unn­inn með líf­rænu hun­angi, beint frá býli á danskri grundu. Mjúkt kara­mellu­bragð ásamt mjólk­ursúkkulaði og sjáv­ar­salt­flög­um – tek­ur þig hálfpart­inn með í ferðalag út í nátt­úr­una með suðandi bý­flug­um. Við fögn­um alltaf nýj­um viðbót­um í lakk­rís­flór­una og vilj­um gjarn­an fá að smakka þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert