Sænski prinsinn hannar svítu á íshóteli

Bernadotte & Kylberg hönnuðu blómum skreytta svítu á íshóteli.
Bernadotte & Kylberg hönnuðu blómum skreytta svítu á íshóteli. Mbl.is/©Magnus Marding

Sænska hönnunartvíeykið Bernadotte & Kylberg hefur hannað glæsilega svítu á íshótelinu Icehotel 365. Svítan er full af skúlptúrískum ískubbum og litríkum blómum, en svítan hefur hlotið nafnið „Draumur á miðsumarnótt“. Tvíeykið samanstendur af sænska prinsinum Carl Philip Bernadotte og Oscar Kylberg, en þeir vildu hanna svítu sem gæti varpað ljósi á eina af mikilvægustu hefðum Svíþjóðar, miðsumarsins. Og í fyrsta skipti í sögu íshótelsins eru blóm og plöntur notaðar til að skapa einstaka stemningu í innréttingarnar og þá skemmtilega útgáfu af miðsumrinu.

„Skandinavísk náttúra einkennist af blómum og ís – sem spilar stórt hlutverk í menningaruppeldi okkar“, segja Bernadotte & Kylberg í fréttatilkynningu. En þeir félagar hafa hannað heilu ísblokkirnar með birkilaufum sem rúmgafl og blómakrans í klaka sem hangir eins og lampi. Þar fyrir utan er hljóðrás sem inniheldur suðandi býflugur, fiðlutónlist og það má einnig heyra í vindinum þjóta. Allt sem kallar fram tilfinninguna fyrir ævintýralegu Jónsmessukvöldi.

Fyrir áhugasama má lesa nánar um svítuna HÉR.

Mbl.is/©Magnus Marding
Mbl.is/©Magnus Marding
Mbl.is/©Magnus Marding
Mbl.is/©Magnus Marding
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert