Hátíð pappírs og glimmers er heldur betur gengin í garð. Við veltum því fyrir okkur hversu margir þarna úti glíma við sama vanda og við – að koma öllum gjafapappírnum haglega fyrir. Þá er þetta lausnin!
Við rákumst á þessa sniðugu leið inn á TikTok, hvernig best sé að geyma gjafapappír og hún er sáraeinföld, en stórsniðug. Næst þegar þú klárar gjafapappírsrúllu skaltu ekki henda brúna hólknum sem situr eftir er pappírinn klárast. Klipptu hann heldur niður og í gegn. Notaðu hólkinn til að halda utan um pappírsrúllurnar sem þú vilt geyma. Legðu því næst rúllurnar í fatapoka sem þú hengir síðan upp í skáp og rúllurnar verða aldrei aftur til vandræða.