Þessi kokteill er algjörlega magnaður og þið verðið að prófa hann. Fyrir þá sem vilja drykkinn óáfengan mælum við með að nota áfengislaust romm en uppskriftirnar að sírópinu og líkjörnum eru allar í bókinni Heimabarinn sem kom út nú á dögunum.
Skraut: ástaraldin
Við setjum öll hráefnin nema skrautið í hristara, fyllum hann alveg upp í topp með klaka og hristum hressilega í 10-15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel kaldur. Þá er drykkurinn streinaður í gegnum sigti í kælt coupe-glas og skreyttur með fljótandi ástaraldini.
Ástaraldin og bökunarkrydd, eins og allspice (allrahanda), er bragðsamsetning sem svíkur engan. Við notum ljóst romm í þennan og helst þá romm sem er ríkt að vanillu. Vanillan úr romminu, ástaraldinið úr sírópinu, kryddið úr líkjörnum og límónan úr safanum fara fullkomlega saman í þessum ljúffenga drykk.