Íslensku húðvörurnar sem hitta í mark

Verandi framleiðir húð- og hárvörur sem skila sér margafallt til …
Verandi framleiðir húð- og hárvörur sem skila sér margafallt til baka - þá til umhverfissins og vellíðunar. Mbl.is/Mynd aðsend

Hvað er betra en að gefa gjöf sem skilar sér margfalt til baka – til umhverfisins og í vellíðan? Íslenska fyrirtækið Verandi er með úrval af spa-vörum sem við mælum heilshugar með í jólapakkann í ár  allt unnið úr hágæðahráefnum úr íslenskum matvælaiðnaði og landbúnaði sem annars færi til spillis.

Við elskum góðar húð- og hárvörur og við styðjum alltaf þegar fyrirtæki ganga skrefinu lengra í að sporna við offramleiðslu og sóun og auka nýtingu á afurðum sem fyrir eru. Verandi endurvinnur og endurnýtir, og úr framleiðslu þeirra má meðal annars finna ilmandi góðar sápur, sjampó, baðsölt og margt fleira. Hver myndi ekki vilja handsápu sem þurrkar ekki húðina en skilur hendurnar eftir mjúkar og nærðar – framleidd úr endurunni byggi, mýkjandi olíum og hreinum ilmkjarnaolíum sem eru rakagefandi og gera húðina silkimjúka. Engin skaðleg efni finnast í vörunum frá Verandi og þær henta öllum.

Þess ber einnig að geta að Verandi býður upp á sápu unna úr kakóhýði frá Omnom-súkkulaði sem lyktar dásamlega. Það efast enginn um að þetta samstarf sé neitt annað en það sem sælkeranaggar matarvefsins þurfa að eignast þessi jólin. Það er fátt betra en að fá góða snyrtivöru í jólapakkann, sem nærir húðina og gleður. Vörurnar frá Verandi má finna til að mynda hjá Vonarstræti, Heilsuhúsinu, Hagkaup og á heimasíðu Verandi HÉR.

Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert