Heldur upp á jólin með bökuðum baunum

Hvaða geggjuðu baunatýpu sjáum við hér!
Hvaða geggjuðu baunatýpu sjáum við hér! Mbl.is/William Lailey/Caters News

Maður sem kallar sig Captain Beany og kemur frá Wales, mun halda upp á jólin með uppáhaldsréttinum sínum, eða bökuðum baunum.

Hann var eitt sinn betur þekktur sem Barry Kirk og er algjörlega heltekinn af bökuðum baunum frá Heinz. Árið 1986 sló hann heimsmet með því að liggja í 100 klukkustundir í baði, fylltu af bökuðum baunum og nokkrum árum síðar breytti hann nafninu sínu í Captain Beany þar sem hann lítur á sjálfan sig sem hálfgerða bauna-ofurhetju. Jólin hjá Captain Beany verða fyllt með bökuðum baunum þar sem hann skreytir jafnvel jólatréð með heimagerðum Heinz jólakúlum og dósum. En jólatréð stendur uppi allt árið um kring!

Blessaður maðurinn hefur eytt heilum tveimur milljónum í að umbreyta heimilinu sínu í sannakallaða bauna-paradís. Og ítrekað hefur fólk samband til að koma í „heimsókn“ í gegnum vefmiðla inn á heimilið hans, sem hann elskar.

Mbl.is/William Lailey/Caters News
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert