Svona er best að þurrka handklæði

Þvottafjallið á heimilinu virðist engan endi ætla taka.
Þvottafjallið á heimilinu virðist engan endi ætla taka. mbl.is/

Það getur tekið óratíma að þurrka blaut handklæði í þurrkaranum og þá má notast við þessa stórfínu aðferð hér.

Eftir að hafa þvegið handklæðin og þau eru komin í þurrkarann – þá er stórsniðugt að setja eitt þurrt handklæði með inn í þurrkarann og vélina í gang, því þurra handklæðið dregur í sig rakann. Taktu handklæðið úr þurrkaranum eftir 15 mínútur og leyfðu þurrkaranum að halda áfram vinnunni. Með þessari aðferð sparar þú allt að 30% af þurrkunartímanum, og því er ekki við neinu að kvarta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka