Tveir nýir veitingastaðir opnaðir í miðbænum í dag

Hamborgarastaðurinn Smass og kjúklingastaðurinn Stél verða opnaðir í dag í Pósthússtræti 2, þar sem Nonnabiti var um árabil til húsa. Smass og Stél eru í dag reknir undir sama þaki á Ægisíðu 123 og Smass er einnig á Fitjum í Reykjanesbæ.

Að sögn Guðmundar Óskars Pálssonar framkvæmdastjóra náðist markmiðið  að opna á Þorláksmessu, þökk sé samhentum hópi sem stóð að framkvæmdum. Frá 11.30 í dag stendur þeim til boða sem eru á röltinu að gæða sér á smassborgara eða kjúklingaréttum.

Guðmundur segir að Smass og Stél virki vel saman. Viðskiptavinir á Ægisíðunni kunna að meta þá blöndu sem boðið er upp á með  smassborgurum og mismunandi kjúklingaréttum.  Kjúklingaréttirnir á seðli Stéls eru allt frá því að vera mildir og upp í mjög sterkir.

Opið er á Smass og Stéli frá 11.30 til 21.00 alla daga vikunnar. Þegar takmörkunum verður aflétt verður hægt að koma við um helgar langt fram eftir nóttu.

Í tilefni opnunarinnar verða vinsælustu réttir staðanna á tilboði. Yfirkokkur er Magnús Jökull Guðmundsson og veitingastjóri í Pósthússtræti Eiríkur Örn Brynjarsson.

www.smass.is

www.stel.is

Á myndinni er Eiríkur Örn Brynjarsson veitingastjóri í Pósthússtrætinu.
Á myndinni er Eiríkur Örn Brynjarsson veitingastjóri í Pósthússtrætinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert