Santamáni vann kokteilakeppni Jólafsson

Máni S. Cartwright, barþjónn á Grillmarkaðinum, sigurvegari barþjónaflokki.
Máni S. Cartwright, barþjónn á Grillmarkaðinum, sigurvegari barþjónaflokki. mbl.is/Mynd aðsend

Jólafsson-kokteilakeppni Eyland Spirits var haldin nú á dögunum og gaf af sér tvo ólíka og afbragðsgóða sigurvegara. Og hér eru uppskriftirnar!

Kokteilbarþjónar landsins og áhugafólk mættu fyrr í mánuðinum í höfuðstöðvar Ólafsson gin úti á Granda til að hrista og hræra skrautlega kokteila fyrir framan dómnefnd. Hana skipuðu Valgarður Finnbogason hjá Drykk, Vala Sif Magnúsdóttir markaðsstjóri hjá Eyland Spirits, Jason Veal framleiðslustjóri og eimari hjá Eyland Spirits og Amy Veal sælkeri.

Sigurvegari í flokki barþjóna var Máni S. Cartwright, barþjónn á Grillmarkaðinum, með kokteilinn „Santamáni“ – þar sem mandarínupuree og sítrónusafi ásamt eggjahvítum eru í aðalhlutverki með gininu og ögn af kanil sem minnir á anda jólanna. Í flokki áhugafólks kom Guðmundur H. Helgason og sigraði með „Piparkökupúnsi“, sem innhiheldur eins og nafnið gefur til kynna piparkökukryddið kanil, engifer og negul, og svo rjóma og mjólk með slurk af vanillu.

Santamáni
Eitt glas

  • Ólafsson gin 45 ml
  • Mandarínu-puree 40 ml
  • Sítrónusafi 30 ml
  • Hlynsíróp 30 ml
  • Klípa af kanil
  • Eggjahvíta

Aðferð:

  1. Hristu saman með klaka. Skreyttur með kanilsykri á glasbrún.

Ólafsson-piparkökupúns
12 bollar

  • 6 stór egg
  • ¾ bolli piparkökusíróp
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 bollar nýmjólk
  • 3 bollar rjómi
  • 180 ml Ólafsson gin

Piparkökusíróp

  • 2 bollar vatn
  • 2 bollar sykur
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk negulduft
  • 1 tsk engiferduft

Aðferð:

  1. Skiljið eggin og þeytið eggjarauðurnar mjög vel og bætið sírópi rólega saman við. Hitið mjólkina og tvo bolla af rjóma að suðu. Hrærið heitri mjólk og heitum rjóma og vanilludropum saman við. Kælið.
  2. Þeytið hvíturnar hálfstífar. Léttþeytið einn bolla af rjóma. Blandið svo öllu varlega saman.
  3. Hellt í glös og skreytt með kanilstöng og rifnum limeberki.
  4. Piparkökusíróp: Setjið vatn og krydd saman í pott, pískið vel saman meðan suðan kemur upp. Slökkvið þá undir og látið kólna.
Santamáni, gin, sítrusávextir og eggjahvíta.
Santamáni, gin, sítrusávextir og eggjahvíta. mbl.is/Mynd aðsend
Ólafsson piparkökupúns, rjómalagað hanastél sem veitir góða magafylli.
Ólafsson piparkökupúns, rjómalagað hanastél sem veitir góða magafylli. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert