Jólafsson-kokteilakeppni Eyland Spirits var haldin nú á dögunum og gaf af sér tvo ólíka og afbragðsgóða sigurvegara. Og hér eru uppskriftirnar!
Kokteilbarþjónar landsins og áhugafólk mættu fyrr í mánuðinum í höfuðstöðvar Ólafsson gin úti á Granda til að hrista og hræra skrautlega kokteila fyrir framan dómnefnd. Hana skipuðu Valgarður Finnbogason hjá Drykk, Vala Sif Magnúsdóttir markaðsstjóri hjá Eyland Spirits, Jason Veal framleiðslustjóri og eimari hjá Eyland Spirits og Amy Veal sælkeri.
Sigurvegari í flokki barþjóna var Máni S. Cartwright, barþjónn á Grillmarkaðinum, með kokteilinn „Santamáni“ – þar sem mandarínupuree og sítrónusafi ásamt eggjahvítum eru í aðalhlutverki með gininu og ögn af kanil sem minnir á anda jólanna. Í flokki áhugafólks kom Guðmundur H. Helgason og sigraði með „Piparkökupúnsi“, sem innhiheldur eins og nafnið gefur til kynna piparkökukryddið kanil, engifer og negul, og svo rjóma og mjólk með slurk af vanillu.
Santamáni
Eitt glas
Aðferð:
Ólafsson-piparkökupúns
12 bollar
Piparkökusíróp
Aðferð: