Lagði á borð og var hundskammaður

Ljósmyndin tengist fréttinni bara alls ekki neitt.
Ljósmyndin tengist fréttinni bara alls ekki neitt.

Maður nokkur brá á það ráð að dekka upp jólaborðið á afar einfaldan máta – en mynd af borðinu endaði á samfélagsmiðlum og það ætlaði allt um koll að keyra. Fólk var mishrifið af úkomunni.

Atvikið átti sér stað í kringum jólin, en hann lagði álbakka í stað diska fyrir hvern og einn borðgest. Honum fannst það tilvalin hugmynd til að losna við uppvask og einnig fyrir gesti til að nota áfram ef þeir vildu taka með sér afganga heim. Konan hans birti mynd af uppsetningunni á netinu og ummælin létu ekki á sér standa. Fólk var flestallt sammála um að þetta væri alls ekki umhverfisvænt enn aðrir sögðu manninn latan. Einhverjir tóku þó upp hanskann fyrir hann og sögðust fara svipaðar leiðir á jóladag.

Sniðugt eða snargalið? Maður spyr sig.
Sniðugt eða snargalið? Maður spyr sig. Mbl.is/Metro
Mbl.is/Metro
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert