Í allri jólagleðinni sem fylgir okkur þessa dagana má gleðja krakkana á marga vegu – og hér með öðruvísi útfærslu af pönnukökum.
Það er tiktokarinn „mama_mila_“ sem sýnir okkur hvernig við getum glatt krakkana með því að útbúa pönnukökur í jólabúningi. Við einfaldlega notum piparkökuform og leggjum þau á pönnuna. Hellum því næst pönnukökudeiginu í formin og útkoman verður stórskemmtileg. Sama má gera ef þú ætlar að spæla egg á pönnu – það mun án efa fá krakkana til að borða meira af disknum þegar maturinn er borinn fram sem fígúra. Við mælum einnig með að nota alls kyns form til að skera út grænmeti fyrir litla krakkaorma – það brýtur upp hversdagsleikann.