Töfradrykkurinn sem reddar heilsunni

Töfrandi drykkur svo ekki sé minna sagt.
Töfrandi drykkur svo ekki sé minna sagt. mbl.is/Getty Images

Hér kynnum við til sögunnar töfrandi drykk sem ætti að vera fastagestur á borðum yfir veturinn. Bætir heilsuna og hjálpar enn frekar við að koma jafnvægi á kroppinn eftir allt jólahamsið.

Töfradrykkurinn sem reddar vetrinum

  • ½ lítri af vatni
  • 2 tepokar af grænu tei
  • 2 msk. reyrsykur (hrásykur)
  • 1 msk. hunang
  • 1 kreist sítróna
  • 1 tsk. nýrifið engifer

Aðferð:

  1. Allt hráefnið er soðið í vatni.
  2. Setjið tepokana í vatnið og drykkurinn er látinn standa í 10 mínútur við lágan hita.
  3. Hellið drykknum í gegnum síu þannig að engiferbitarnir sitji eftir.
  4. Drykkurinn er borinn fram heitur og má setja í ísskáp og bera fram kaldan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert