Hreindýraborgarinn sem ærir óstöðuga

Ljósmynd/María Gomez

Hér erum við með hágæða hamborgara sem búinn er til úr hreindýrahakki og ætti að gleðja matgæðinga um allt land. Það er María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er algjör snilld.

Geggjaður hreindýraborgari

Borgarar 

  • 600 g hreindýrahakk 
  • 250 g grísahakk 
  • 100 g Lu kex með salti og pipar 
  • 100 g piparostur rifinn (þessi sem fæst rifinn í boxi) 
  • 2 msk. villikraftur í duftformi (ég notaði Vildt Bouillon frá Oscar sem fæst í Bónus og víðar en má nota hvaða merki sem er)
  • 1 msk. villjurtir (ég notaði frá Pottagöldrum)
  • 2 eggjarauður 

Meðlæti og annað 

  • Hamborgarabrauð 
  • Nokkrar sneiðar af villisveppakryddosti 
  • Sultaður rauðlaukur í balsamikedik (fékk minn í Hagkaup)
  • Súrsaðar gúrkur 
  • Lambhagakál 
  • klettasalat 
  • 250 gr sveppir (skera í þunnar sneiðar, smjörsteikja og salta) 
  • Majónes með garlic og caramelised onion eða hvítlaukssósa að eigin vali 

Aðferð

Borgarar 

  1. Byrjið á að setja hakkið saman í stóra skál 
  2. Næst setti ég svo Lu kex og rifna piparostinn saman í blender og malaði þar til varð að fínu dufti (klístrast smá saman en myljið það svo í sundur milli fingrana ofan í skálina með hakkinu)
  3. Setjið næst kraftinn og kryddjurtirnar saman við hakkið og að lokum eggjarauðurnar
  4. Hnoðið vel saman en bara þannig allt sé blandað saman, ef hnoðað er allt of mikið geta borgararnir orðnir seigir
  5. Skitpið svo í 9 jafnar kúlur c.a 117-120 gr hver og mótið borgara með hamborgarapressu eða milli lófana, ef þið gerið með lófunum passið þá að hafa smá dæld í miðjunni svo hann steikist jafnt í gegn 
  6. Kælið í eins og 30 mín eða lengur áður en á að steikja þá
  7. Steikið borgarana vel í gegn, ég hafði mína dökka og vel steikta þannnig urðu þeir kríspý. Setjið svo sneiðar af villisveppaosti ofan á hvern borgara þar til hann er bráðin en ekki krydda borgarana neitt !!! Allt bragð er komið í hakkið

Samsetning 

  1. Takið hamborgarabrauð í sundur og setjið sósuna á botninn, kálið svo ofan á, súrsaðar gúrkur og rauðlauk þar ofan á 
  2. Kjötið kemur svo ofan á allt heila klabbið og sveppirnir efst og loka svo með efra brauði og njóta !!! 
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka