Uppþvottavélin á heimilinu hefur eflaust unnið fyrir sínu þessa jólahátíðina – þegar allir eru heima og mikið um mat og annars konar veisluhöld. Þá er ekki úr vegi að gefa henni almennileg þrif og losa um öll óhreinindi fyrir nýtt ár.
- Byrjið á því að losa filterana í botninum á vélinni og leggið í bleyti í sápuvatn.
- Stráið nóg af matarsóda í botninn og látið standa í nokkra tíma.
- Setjið hreinu filterana aftur í vélina og stillið vélina á hæsta hita og setjið af stað (með matarsódanum).
- Opnið vélina þegar hún er hálfnuð með tímann, setjið skál fulla af ediki inn í vélina, lokið og látið hana klára prógrammið.
- Núna ætti vélin að vera tandurhrein, eða næstum sem ný!