Besta leiðin til að losna við súra lykt úr skóm

Það þykir ekki aðlaðandi að ganga um í illa lyktandi …
Það þykir ekki aðlaðandi að ganga um í illa lyktandi skóm. mbl.is/

Það finnast margar aðferðir til að losna við súra lykt úr skóm en þessi er eflaust sú snyrtilegasta og áhrifamesta.

Súr lykt virðist setjast að í skónum okkar ef við t.d. svitnum mikið á fótunum eða eyðum heilu dögunum í þeim – dag eftir dag. Sama gildir jú um sveitta íþróttaskó. Og þá er alltaf gott að eiga góð ráð uppi í erminni til að létta okkur lífið.

Svona losnar þú við súra lykt úr skóm

  • Farðu í eldhússkápinn og dragðu fram matarsóda.
  • Finndu gamlan nælonsokk.
  • Settu nokkrar skeiðar af matarsóda í sokkinn og bittu hnút efst á hann til að sódinn leki ekki úr.
  • Settu sokkinn í skóna þína og láttu standa yfir daginn eða nóttina til að losna við lyktina.
Settu matarsóda í nælonsokk og smelltu ofan í súru skóna …
Settu matarsóda í nælonsokk og smelltu ofan í súru skóna þína. mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert