Þegar við gistum á hótelum þá gerum við ráð fyrir að búið sé að þrífa, og þrífa vel – eða hvað?
Kona nokkur deildi því á TikTok, er hún gisti á hóteli og notaði svokallað „pappírs-handklæða-próf“. Hún sýndi fram á hversu skítugt getur verið á hótelherbergjum þó að yfirborðið virðist vera tandurhreint. Hún einfaldlega spreyjaði smá vatni á gólfið, tók því næst bréfþurrkur og strauk yfir með tilheyrandi útkomu – gólfið var haugaskítugt. Hún segist aldrei ganga um berfætt á hótelherbergjum og noti þessa aðferð óspart, sama hvort hún gisti á ódýrum eða dýrum hótelum. Við vitum öll að það er nóg að gera á stórum hótelum með að komast yfir öll þrifin á herbergjunum – en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki þrífa þau vel þegar við borgum fyrir það.