Okkar ástsæli avókadóávöxtur, krumpaður að utan og mjúkur að innan, á það til að skemmast of fljótt í ísskápnum. En með þessari nýju aðferð mun hann endast svo til að eilífu.
Við höfum áður minnst á hvernig best sé að geyma avókadó, sem oftar en ekki tekur sér óratíma í að mýkjast upp og skyndilega er hann orðinn brúnn að innan. Stundum notum við eingöngu helminginn af ávextinum og þá er nánast gefið mál að hinn helmingurinn sé ónýtur ef við leggjum hann inn í ísskáp. En með þessari einföldu aðferð mun avókadóið endast lengur en þig grunar. Þú setur helminginn sem þú ætlar að geyma í box með loki og setur góða sneið af rauðlauk með. Laukurinn mun halda avókadóinu lengur fersku.