Hátískurisinn Versace skreytir hér fallegt matarstell og við erum kolfallin, svo ekki sé meira sagt.
Ítalska tískuhúsið Versace hefur verið leiðandi í fatahönnun frá stofnun þess árið 1978. Forn Miðjarðarhafssaga er áberandi í munstri, ásamt hinu fræga höfuði Medúsu og öðrum grískum myndskreytingum, og nú er munstrið fáanlegt á hágæðapostulínsmatarstelli, framleiddu af Rosenthal. Þeir sem vilja skoða stellið nánar og mögulega láta freistast finna það HÉR.