Kannastu við að hveiti, sykur og annað á það til að slettast út á borð við bakstur – jafnvel á veggi ef því er að skipta. Hér er ráð fyrir nútímabakarann með símann við hönd í bakstrinum.
Margir notast eingöngu við símann eða jafnvel Ipad þegar þeir fletta upp uppskriftum og leggja af stað í ferðalag á bak við hrærivélina - nú eða bara við almenna matargerð. Og ef þú ert í þeim hópi, þá hefur þú eflaust lent í því að síminn verði útataður í hveiti eða öðrum matvælum – sama hversu vel við reynum að vera snyrtileg. Og til þess að komast hjá þessu öllu saman er frábært ráð að setja símann í lítinn glæran poka, það auðveldar öll þrif og það er okkur svo sannarlega að skapi.