Við elskum einfalda en bragðgóða rétti sem hitta alltaf í mark – og hér er einn af þeim. Fiskréttur í kókosmjólk og karríi og nóg af grænmeti. Þessi snilldaruppskrift kemur frá Helgu Möggu næringarráðgjafa.
Einfaldasti fiskrétturinn
- Þorskur, 650 g
- sæt kartafla, 450 g
- kartöflur, 400 g
- spergilkál, 250 g
- hvítlaukur eftir smekk
- 1 dós létt kókosmjólk, 400 ml
- 100 g rifinn ostur
- 1 tsk. karrí
- 1 msk. grænmetiskraftur
- salt og pipar
Aðferð:
- Byrjið á því að skera grænmetið niður í bita og setja í eldfast mót. Kryddið með salti, pipar, karríi og grænmetiskrafti.
- Kókosmjólkinni er svo hellt yfir og þetta hitað við 200 gráður í 15-20 mínútur.
- Á meðan er fiskurinn skolaður og skorinn í hæfilega bita. Þegar grænmetið hefur eldast í 15-20 mínútur er fiskinum raðað ofan á grænmetið, fiskurinn kryddaður með salti og pipar eftir smekk og osturinn settur ofan á.
- Rétturinn er svo eldaður áfram við 200 gráður í 20 mínútur.