Eitt flottasta hótel heims komst í heimsmetabækurnar

Hótel í Dúbaí sló heimsmet Guinness fyrir að byggja píramída úr tæplega 55 þúsund glösum – fylltum með Moët & Chandon.

Palm-hótelið í Dúbaí byrjaði nýja árið með heimsmeti er þeir reistu einn stærsta kampavínsglasapíramída heims þegar nýtt ár gekk í garð. Píramídinn var gerður úr 54.740 coupe-glösum fylltum með Moët & Chandon – en turninn var reistur til að fagna bæði mikilmennsku og gjafmildi á komandi ári. Það tók fimm daga að reisa turninn og meira en 55 vinnustundir að stafla glösunum með mikilli skipulagningu.

Glerturninn var tekinn niður í byrjun árs og eru áform um að endurvinna glösin í framleiðslu á nýjum glervörum sem notaðar verða á hótelinu. En Palm-hótelið er ekkert venjulegt hótel því hér geta gestir gist í neðansjávarherbergjum þar sem baðkar hangir yfir hákörlum og öðrum fylgifiskum neðansjávar.

54.750 kampavínsglös mynda þennan glæsilega turn.
54.750 kampavínsglös mynda þennan glæsilega turn. Mbl.is/MAXIMECASA
Mbl.is/MAXIMECASA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert