Splunkunýtt samstarfsverkefni Vipp og franska götulistamannsins Andrés Saraiva lýsir sér í bleiku eldhúsi með svörtum graffitímyndum. Verkið kallast „Amour“.
Samstarfið er sprottið út frá því er Saraiva tók sérsniðnar Vipp-ruslatunnur inn á hótelið sitt Amour í París. Og nú hafa eldhús og tunna fengið yfirhalningu í bleikum lit, sem jafnframt er einkennislitur listamannsins, en André er vanur að skreyta götur Parísarborgar í stórum stíl og núna vinsælasta eldhús síðari ára.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vipp fær listamenn til að skreyta ruslatunnurnar fyrir sig, því menn á borð við Bono og Philippe Starck hafa gripið í pensilinn – þetta er þó í fyrsta sinn sem eldhús er notað fyrir striga. Og hér kallar Saraiva samstarfið hátíð ástarinnar, þar sem ástin á mat, eldamennsku og að deila upplifuninni með ástvinum sínum kristallast í eldhúsinu.