Undraverð breyting á gamalli KitchenAid-hrærivél

Við rákumst á þessa stórkostlegu KitchenAid-hrærivél sem nýverið fékk yfirhalningu og útkoman er æðisleg.

Við settum okkur í samband við Daniel Pilkington sem birti mynd af hrærivélinni inni á grúppunni Skreytum hús á Facebook og forvitnuðumst um hvernig það kom til að hún er komin í nýjan búning. „Ég og Björg kærasta mín fengum vélina gefins frá foreldrum hennar, en hún var búin að sitja lengi í geymslu hjá þeim. Hrærivélin var að öllum líkindum hvít, en var orðin hálfgulleit og eitthvað af rispum og þess háttar – farin að láta á sjá,“ segir Daniel og giskar á að vélin sé 20-30 ára gömul. „Við erum ekkert smá þakklát að hafa fengið vélina, en áttum erfitt með tilhugsunina um að vera bara með einfalda hvíta hrærivél – því það er svo gaman að hafa smá lit og karakter inni á heimilinu,“ segir Daniel.

Daniel Pilkington flíkkaði upp á gamla hrærivél og útkoman er …
Daniel Pilkington flíkkaði upp á gamla hrærivél og útkoman er æðisleg. mbl.is/Mynd aðsend

Þetta er ekki fyrsta hrærivélin sem Daniel og Björg gera upp, en þau áttu eitt sinn aðra sem þau gáfu nýtt líf. Sú vél varð gul með hvítum doppum og var án efa hápunktur eldhússins. En hvernig ber maður sig að við að gera upp slíkar vélar? „Það er svo sem ekkert byltingarkennt í því að endurmála KitchenAid-vél. Þú byrjar á að pússa hana alla til að ná upphaflegu lakki af og þrífur svo rykið. Síðan er teipað yfir/teknir af þeir partar sem maður vill ekki endurmála. Næst er svo notað „primer sprey“ yfir alla vélina, sem hjálpar litum að festast betur. Því næst er vélin máluð með akrílmálningu í þeim litum og stíl sem manni líst best á (um að gera að prófa eitthvað skemmtilegt og öðruvísi). Að lokum verður maður að fara yfir vélina með nokkrum lögum af lakki sem ver málninguna undir. Til að ná jöfnum fleti án þess að fá pensillínur finnst mér best að nota lakk í spreyformi,“ segir Daniel, sem talar af reynslu hvað þetta varðar.

Daniel bætir því við að hann taki að sér að flikka upp á KitchenAid-vélar ef einhver vill láta gera slíkt fyrir sig. Þá er hægt að setja sig í samband við Daniel undir PilkingtonProps á Facebook/Instagram – eða í tölvupósti PilkingtonProps@gmail.com.

Ótrúlega flott nýja útlitið á hrærivélinni.
Ótrúlega flott nýja útlitið á hrærivélinni. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert