Lúxus ragú gert af ást

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi dá­s­a­mlegi pasta­r­étt­ur er úr smiðju Ber­gl­indar Guðmunds á GRGS.is og ætti ekki að va­lda neinum von­brigðum.

„Þessi hi­m­neski pasta­r­étt­ur fær­ir þig örlítið nær Ítalíu með hver­jum munn­bita. Réttinn er best að hæg­elda og jafnvel gera kjötsósuna deginum áður en hann er borinn fram. Perf­ecto!“

Lúxus ragú gert af ást

Vista Prenta

Lúx­us ragú gert af ást

  • 4 msk ólíf­u­olía
  • 1 rauðla­u­kur, sm­átt saxaður
  • 1 stór gu­lrót, sm­átt söxuð
  • 1 sellerí, sm­átt söxuð
  • 500 g nautafillet, skorin í 2 cm bita
  • 300 ml rauðvín
  • 100 ml nautasoð, heitt
  • 4 msk tóm­a­t­púrra
  • 680 g tóm­at passata (mau­kaðir tóm­a­tar)
  • 10 fersk basilí­ku­la­uf, söxuð
  • 500 g fett­u­ccine/​papparad­elle eða tagl­ia­telle
  • 80 g par­m­esan ost­ur, rifinn
  • salt og pi­par

Leiðbeini­ng­ar

  1. Hitið olíu í potti við miðlung­s­hita og látið lauk, gu­lrót og sellerí þar í. Steikið í um 8 mín.
  2. Bætið kjöt­inu saman við og steikið í 2 mínút­ur. Hellið víninu saman við og látið malla í tvær mínút­ur. Kr­y­ddið með salti og pi­par. Látið lok á yfir og látið malla áfram í 30 mínút­ur. Hrærið af og til í blönd­unni.
  3. Eftir 30 mínút­ur bætið soði, tóm­a­t­púrru og passata saman við. Hitið að suðu. Lækkið þá hitann, látið lokið aft­ur á og látið malla í 1 1/​2 klst. Hrærið á 20 mín fresti.
  4. Látið að lokum basilí­ku saman við og sm­akkið til með salti og pi­par.
  5. Sjóðið pasta sa­mkvæÂ­mt leiðbeini­ngum á pakkningu. Set­jið í skál og hellið sósunni yfir. Veltið vel saman í 30 sek­únt­ur og stráið par­m­esan yfir áður en borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert