Einar Bárðarson og fleiri málsmetandi einstaklingar hafa hvatt fylgjendur sína á samfélagsmiðlum til að sýna stuðning í verki og panta mat af uppáhalds veitingastöðnum sínum. Það sé ekki síst mikilvægt núna þegar minnst er að gera auk þess sem samkomustakmarkanir setja enn frekari skorður á reksturinn.
„Ef að það er veitingastaður á Íslandi sem þér þykir vænt um og þér finnst gott að borða á. Kauptu mat frá honum eða borðaðu þar um helgina eða í næstu viku því það eru alls ekki líklegt að hann verði í rekstri eftir mánaðarmótin. Það er grafalvarleg staða og það er of seint að gera eitthvað í því þegar búið er að slökkva ljósin,” segir Einar Bárðarson á Facebook síðu sinni og við hér á matarvef mbl tökum heilshugar undir þau orð og hvetjum fólk eindregið til að gera vel við og og sína og panta mat.