Nýtt og glæsilegt matarstell frá Broste Cph.

Nýtt matarstell frá Broste Copenhagen.
Nýtt matarstell frá Broste Copenhagen. Mbl.is/ Broste Copenhagen

Það er minimalískt og kallast Nordic Bistro – en hér vitnum við í splúnkunýtt matarstell sem færir veitingahúsastemningu heim í eldhús.

Côte de Boeuf, Croque Monsieur og Tarte Tatin eru vel þekktir franskir bistróréttir sem einkennast af því að vera auðveldir og tilgerðalausir réttir en stútfullir af spennandi bragðefnum. Og það var þessi hugsun sem átti sér stað er nýr borðbúnaður var hannaður og kynntur til leiks af Broste Copenhagen. Matarstellið var hannað í samvinnu við franska iðnhönnuðinn Aurelién Barbry og þrátt fyrir franskar rætur, þá er vörulínan innblásin af líflegu matarlífi Kaupmannahafnar – þar sem fjölhæfni er í fyrirrúmi. Hér er það virknin og fagurfræðin sem haldast í hendur þar sem náttúrulegur leirinn fær að njóta sín utan á borðbúnaðinum og gljáinn skreytir það að innan. Hægt er að skoða matarstellið nánar HÉR.

Mbl.is/ Broste Copenhagen
Mbl.is/ Broste Copenhagen
Mbl.is/ Broste Copenhagen
Mbl.is/ Broste Copenhagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert