Stórkostleg steik fyrir kvöldið

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Ef það er ein­hvern­tím­an til­efni til að fá sér geggjaða steik þá er það í kvöld! Meist­ari Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is klikk­ar ekki og í raun þarf ekki að segja neitt meira um þessa snilld­ar upp­skrift.

Stórkostleg steik fyrir kvöldið

Vista Prenta

Nauta­steik og meðlæti

Fyr­ir tvo

Nauta­steik

  • 2 x nauta ri­beye steik
  • 4 msk. soyasósa
  • 4 msk. Worcesters­hire sósa
  • 2 tsk. dijon sinn­ep
  • 1 msk. ferskt tim­i­an (saxað)
  • Pip­ar
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Blandið soyasósu, Worchesters­hire sósu, sinn­epi og tim­i­an sam­an í skál, hellið í poka og komið steik­un­um fyr­ir í pok­an­um.
  2. Veltið kjöt­inu upp úr leg­in­um og leyfið að liggja í pok­an­um við stofu­hita í um 30 mín­út­ur.
  3. Hellið þá öll­um vökva af og þerrið þær aðeins.
  4. Hitið ólífu­olíu á pönnu og steikið kjötið þar til það hef­ur náð þeim kjarn­hita sem þið óskið. Piprið eft­ir smekk.
  5. Ég tók steik­urn­ar af pönn­unni þegar kjarn­hiti var um 48°C, setti í álp­app­ír og leyfi þeim að hvíla í hon­um þar til kjarn­hiti var kom­in upp í um 56°C (med-rare). Þá má taka álp­app­ír­inn af og leyfa þeim að standa ör­lítið leng­ur áður en þeirra er notið.

Kart­öfl­ur

  • Um 500 g kart­öfl­ur
  • 50 g smjör
  • 1 msk. ferskt tim­i­an (saxað)
  • Salt, pip­ar, hvít­lauks­duft

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar þar til þær mýkj­ast.
  2. Leyfið þeim aðeins að kólna, skerið þá í tvennt og steikið upp úr smjöri og krydd­um þar til þær verða aðeins stökk­ar.

Bernaise sósa

  • 250 g smjör
  • 4 eggj­ar­auður
  • 1 msk. Bernaise essence
  • 1 msk. Oscar nautakraft­ur (fljót­andi)
  • 1 tsk. sítr­ónusafi
  • 2 msk. estragon
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið, leyfið því síðan að kólna niður á meðan annað er und­ir­búið. Smjörið á rétt að vera ylvolgt þegar því er hellt sam­an við þeytt­ar eggj­ar­auðurn­ar (þá eru minni lík­ur á því að sós­an skilji sig).
  2. Þeytið eggj­ar­auðurn­ar þar til þær verða létt­ar, ljós­ar og farn­ar að þykkj­ast vel.
  3. Hellið ylvolgu smjör­inu þá sam­an við í mjórri bunu og hrærið á lægsta hraða á meðan það bland­ast sam­an við.
  4. Bætið næst öðrum hrá­efn­um sam­an við og hrærið sam­an, smakkið til og kryddið eft­ir smekk.
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert