Svalasta kaffihús Kaupmannahafnar?

Það eru hvorki meira né minna en 25 ólíkir stólar …
Það eru hvorki meira né minna en 25 ólíkir stólar á þessu tiltekna kaffihúsi. Mbl.is/TABLEAU

Þegar kaffihús verður að hálfgerðu listasafni, þá stöldrum við við og rýnum betur í hvað um ræðir. Því þetta kaffihús hér einmitt þannig.

Það er vægt til orða tekið er við segjum ykkur frá því að sætavalið á nýja kaffihúsinu Connie-Connie er stórkostlegt. Kaffihúsið er til húsa í listamiðstöðinni Copenhagen Contemporary á Refshaleøen og það er hönnunarstofan TABLEAU sem fékk þann heiður að hanna kaffihúsið.

Í þetta skemmtilega verkefni valdi TABLEAU tuttugu og fimm mismunandi arkitekta, hönnuði og listamenn – sem hver um sig hefur hannað persónulegan stól sem gefur staðnum einstakt yfirbragð. TABLEAU sáu sjálf um hönnunina á grænu kaffiborðunum og í samvinnu við ástralska hönnuðinn Ari Prasetya má sjá skreytingar viðsvegar um kaffihúsið. Það skemmtilega í þessu öllu saman er að það er hægt að kaupa alla stólana í gegnum heimasíðu TABLEAU HÉR.

Sjáið þessar himinháu gardínur!
Sjáið þessar himinháu gardínur! Mbl.is/TABLEAU
Mbl.is/TABLEAU
Mbl.is/TABLEAU
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert