Mögulega besta sælgætissynd síðari ára

mbl.is/Lentz

Sæl­ker­ar með sæta tönn mega alls ekki láta nýj­ustu viðbót­ina í lakk­rís og súkkulaði fram hjá sér fara.

Lentz Copen­hagen er sann­kallað hand­verk er kem­ur að sæt­um mol­um til að narta í eða deila með öðrum. Á bak við merkið stend­ur Michael Jacqu­es Lentz sem er ekki bara bak­ari, held­ur einnig sæl­gæt­is­gerðasmiður og stór­kost­leg­ur súkkulaðifram­leiðandi. Og það er óhætt að segja að hann sé full­komn­un­ar­sinni er kem­ur að fram­leiðslu og kann að njóta alls þess góða í líf­inu ef marka má vör­urn­ar hans. Lentz hef­ur á fjórða tug ára starfað við sæl­gæt­is­gerð og unnið með nokkr­um af þekkt­ustu nöfn­um grein­ar­inn­ar – þar á meðal heims­fræga mat­reiðslu­mann­in­um Rasmus Bo Boj­sen og súkkulaðimerk­inu A XOCO.

Lentz stend­ur sjálf­ur í eld­hús­inu á vinnu­stofu rétt fyr­ir utan Kaup­manna­höfn þar sem heima­gerðar kara­mell­ur og súkkulaði er hand­unnið af mik­illi alúð og virðingu fyr­ir hrá­efn­inu. Hann sæk­ir inn­blást­ur hvaðanæva að úr heim­in­um, en þó sér­stak­lega til Par­ís­ar­borg­ar. Vör­urn­ar frá Lentz fást í versl­un­um á borð við Harrods í London, D‘Angla­ter­re hót­el­inu og nú loks­ins HÉR á landi.

mbl.is/​Lentz
mbl.is/​Lentz
Michael Jacques Lentz framleiðir sælkerasælgæti undir eigin nafni.
Michael Jacqu­es Lentz fram­leiðir sæl­kera­sæl­gæti und­ir eig­in nafni. mbl.is/​Lentz
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert