Splunkunýtt súkkulaði rifið úr hillunum

Nýjasúkkulaðið í allri sinni dýrð.
Nýjasúkkulaðið í allri sinni dýrð.

Ef það er einhver vinna sem við myndum vilja fá hér á matarvefnum þá er það í nýsköpunar- og bragðprófanadeild Nóa-Síríusar.

Ef okkur reiknast rétt til þá er það afkastamesta deild landsins enda streyma fram nýjungar og bræðingar og allt þar á milli. Vinsælt er að taka vinsæla vöru og breyta henni í eitthvað annað og bjóða upp á í skamman tíma.

Hér er komin enn ein slík nýjung og það er rjómasúkkulaði eins og við þekkjum öll, sem búið er að blanda piparlakkrís saman við. Um er að ræða hina vinsælu pipartrompbita sem nú fá að leika aðalhlutverkið í rjómasúkkulaðisplötu. Súkkulaðið kom í verslanir fyrir helgi og víða má sjá tómar hillur, sem kemur kannski ekki á óvart ef piparlakkrísást þjóðarinnar er greind nánar.

„Við leitum stöðugt leiða til að gleðja viðskiptavini okkar með nýjungum og það er gaman að geta boðið þetta súkkulaði í takmarkaðan tíma,“ bætir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa-Síríusar, við og nú er bara að prófa þessa snilld.

Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert