Ofursmart hönnun á veitingastað

Grænt og gómsætt! Þennan geggjaða veitingastað og kaffihús má finna …
Grænt og gómsætt! Þennan geggjaða veitingastað og kaffihús má finna á Indlandi. Mbl.is/Niveditaa Gupta.

Arki­tekta­stof­an Renesa, hef­ur not­ast við grænt granít til að vekja upp til­finn­ing­una um að borða und­ir ber­um himni á þess­um glæsi­lega veit­ingastað, bar og kaffi­húsi í Punjab á Indlandi.

Þar sem veit­ingastaður­inn stend­ur, var eitt sinn niður­nítt rækt­un­ar­land – og í dag sjá­um við smaragðgræn­an bístró á dag­inn og vín­b­ar á kvöld­in. Upp­lif­un­in við borðhaldið er glæsi­legt, þar sem gest­ir eru um­kringd­ir grænu frá öll­um hliðum. Grænt granít er notað sem vegg­klæðning og eins á borðplöt­ur. Brúnu leður­sæt­in á staðnum gefa góða and­stæðu á móti dökk­græna litn­um sem er ráðandi, og baðher­berg­in eru held­ur ekki af verri end­an­um – með gyllt­ar inn­rétt­ing­ar. Hler­ar og renni­h­urðir aðskilja staðinn frá garðsvæðinu þar sem einnig má finna sund­laug – því óhætt að full­yrða að hér sé um hrein­an lúx­us að ræða.

Mbl.is/​Ni­ved­itaa Gupta.
Mbl.is/​Ni­ved­itaa Gupta.
Mbl.is/​Ni­ved­itaa Gupta.
Mbl.is/​Ni­ved­itaa Gupta.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka