Ofursmart hönnun á veitingastað

Grænt og gómsætt! Þennan geggjaða veitingastað og kaffihús má finna …
Grænt og gómsætt! Þennan geggjaða veitingastað og kaffihús má finna á Indlandi. Mbl.is/Niveditaa Gupta.

Arkitektastofan Renesa, hefur notast við grænt granít til að vekja upp tilfinninguna um að borða undir berum himni á þessum glæsilega veitingastað, bar og kaffihúsi í Punjab á Indlandi.

Þar sem veitingastaðurinn stendur, var eitt sinn niðurnítt ræktunarland – og í dag sjáum við smaragðgrænan bístró á daginn og vínbar á kvöldin. Upplifunin við borðhaldið er glæsilegt, þar sem gestir eru umkringdir grænu frá öllum hliðum. Grænt granít er notað sem veggklæðning og eins á borðplötur. Brúnu leðursætin á staðnum gefa góða andstæðu á móti dökkgræna litnum sem er ráðandi, og baðherbergin eru heldur ekki af verri endanum – með gylltar innréttingar. Hlerar og rennihurðir aðskilja staðinn frá garðsvæðinu þar sem einnig má finna sundlaug – því óhætt að fullyrða að hér sé um hreinan lúxus að ræða.

Mbl.is/Niveditaa Gupta.
Mbl.is/Niveditaa Gupta.
Mbl.is/Niveditaa Gupta.
Mbl.is/Niveditaa Gupta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert