Lakkrís sem fær hjartað til að slá örar

mbl.is/Lakrids by Bülow

Sem og svo oft áður, slær lakk­rí­skóng­ur­inn í gegn með ein­stak­an lakk­rís - og að þessu sinni með vöru sem fær hjartað til að slá örar. Í ár er LOVE lakk­rís­inn nefni­lega hjarta­laga og kem­ur hjúpaður í tveim­ur ómót­stæðileg­um bragðteg­und­um eða Straw­berry & Cream og Fruity Cara­mel. Báðir hreint út sagt ómót­stæðilega góðir.

Straw­berry & Cream er full­kom­in sam­setn­ing sem kitl­ar bragðlauk­ana. Rauð jarðaber, rjómi og sæt­ur lakk­rís hjúpað með ein­stöku hvítu súkkulaði sem bind­ur bragðupp­lif­un­ina sam­an. Að mati Lakrids by Bülow, er hér um hina sönnu dönsku ást að ræða og þar tök­um við heils­hug­ar und­ir. Fruity Cara­mel er einnig spenn­andi sam­setn­ing með saltlakk­rís, hjúpaður er með silkimjúku dulce de leche súkkulaði, velt upp úr sætu sól­berja­dufti og stökk­um flög­um af Raw lakk­rís. Við höf­um fall­ist á að kalla þessa hjarta­laga-tvennu, hina full­komnu blöndu fyr­ir sæl­kera­hjartað sem við elsk­um að næra.

Án efa vinsælasti sælkeralakkrís landsins og víðar ef því er …
Án efa vin­sæl­asti sæl­ker­alakk­rís lands­ins og víðar ef því er að skipta. mbl.is/​Lakrids by Bülow
mbl.is/​Lakrids by Bülow
mbl.is/​Lakrids by Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert