Hefur borðað matinn daglega í 25 ár

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. AFP

The River Cafe er einn frægasti veitingastaður Lundúna og samanstendur gestalistinn af ótrúlegu listafólki og skemmtilegum fígúrum. Veitingastaðurinn heldur úti sínu eigin hlaðvarpi sem kallast Table 4 þar sem þekktir gestir koma og ræða um mat.

Í nýjasta þætti Table 4 var gesturinn enginn annar en David Backham. Hann ræddi meðal annars um matarvenjur fjölskyldunnar og ljóstraði því upp að eiginkona hans, Victoria, hefur borðað það sama á hverjum degi í 25 ár. „Hún borðar bara grillaðan fisk og gufusoðið grænmeti. Nánast aldrei neitt annað,“ segir hann hlægjandi. „Ég man eftir þessu eina skipti sem hún nartaði í eitthvað af disknum mínum þegar hún var ófrísk að Harper. Það var alveg ótrúlegt og er ennþá uppáhaldskvöldið mitt. Ég man ekki hvað það var sem hún borðaði af disknum mínum en hún hefur pottþétt ekki borðað það síðan.“

Þetta hljómar eins og lygasaga en Victoria hefur sjálf mætt í hlaðvarpið og játað að hún sé sérlega vanaföst þegar kemur að mat. Hún borði engar olíur, ekkert smjör og sósur eru á dauðalistanum. Og hver skyldi kósí-máltíðin hennar vera þegar hún gerir vel við sig? Ristað gróft brauð með góðu sjávarsalti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka