Fær hræðilega útreið á TripAdvisor - sagður minna á Ikea

mbl.is/

Það hefur nú hingað til ekki þótt slæmt að vera líkt við sænska húsgagnaveldið Ikea en er það sjálfsagt ef þú rekur einn dýrasta veitingastað veraldar og sérhæfir þig í gullhúðuðum mat.

Við höfum áður sagt ykkur frá vandræðum Salt Bae í London þar sem hann opnaði steikhúsið Nusr-Et í fyrra. Viðtökurnar hafa verið afar blendnar enda þykir staðurinn alltof dýr auk þess sem maturinn hefur fengið slæma dóma. hlekkur

Einn viðskiptavindur sagðist hafa fengið 30 mínútur til að borða matinn sinn og annar sagði að staðurinn væri eins og Ikea, „liti vel út en gæðin væru lítil.“

Ljóst er að Salt Bae þarf að gera eitthvað til að snúa þessari þróun við eða kannski er þetta algjör snilld því sagt er að vond auglýsing sé betri en engin auglýsing og ekkert lát virðist vera á gestum á veitingastaðinn.

Nusr-Et á TripAdvisor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert