Heimagerðir konfektmolar sem hitta í mark

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Dásamlegir konfektmolar á ferðinni hér sem innihalda ekkert nema hreinræktað góðgæti sem nærir líkama og sál. Það er Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlum & smjöri sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er alveg upp á tíu!

Holli konfektmolinn

– 24 stk –

Döðlukaramella

  • 140 g döðlur (ca. 15 stk.) frá MUNA
  • 2 msk. möndlusmjör frá MUNA
  • 1 tsk. vanilludropar/paste
  • 50 ml haframjólk eða önnur plöntumjólk
  • örlítið salt

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í matvinnsluvél og leyfið að vinna í 2-3 mín., gott er að stoppa vélina og skafa meðfram hliðum ef eitthvað festist.
  2. Takið fram bretti eða bökunarpappír til að frysta kúlurnar og teskeið. Karamellan er fryst meðan við gerum hinn hlutann svo hver skammtur er ein teskeið, dreifið þeim yfir brettið og frystið.

Kókos- og möndlumassi

  • 200 g möndlur frá MUNA
  • 50 g hampfræ frá MUNA
  • 130 g kókosmjöl frá MUNA
  • 20 g döðlur (ca. 5 stk.) frá MUNA
  • 4 msk. hlynsíróp
  • 3 msk. tahini frá MUNA
  • 4 msk. vatn
  • 300 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í matvinnsluvél og leyfið að vinna vel saman, þangað til möndlurnar eru orðnar vel saxaðar. Tekur 3-4 mín. og gott að stoppa og renna með fram hliðunum. Ef þið eruð með netta vél getur verið gott að gera þetta í tveimur skömmtum og blanda síðan saman í skál.
  2. Takið nú karamelluna úr frystinum og rúllið í kúlur. Takið matskeið af kókos- og möndlumassanum og fletjið út í lófanum með puttunum. Setjið þá karamelluna í miðjuna og lokið í kringum hana. Rúllið síðan í kúlu og endurtakið næsta.
  3. Gott er að leyfa kúlunum að kólna áður en súkkulaðið er sett á.
  4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og veltið hverri kúlu upp úr súkkulaðinu og leggið á bökunarpappír til þess að storkna.
  5. Kúlurnar geymast í tvær vikur í ísskáp og þangað til að þær klárast í frystinum.
Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert