Geggjaðar kjötbollur Thelmu Þorbergs

Ljósmynd/Thelma Þorbergs

Einstaklega fljótlegar og góðar mexíkóskar kjötbollur sem rífa aðeins í, en hægt er að ráða styrkleika þeirra með magni af chilli. Sniðugur réttur í saumaklúbbinn, veisluna eða fyrir léttan kvöldmat. Hægt að bera fram með hrísgrónum, quacamole, pico de gallo og nachos flögum.

Mexíkóskar kjötbollur

Einföld uppskrift dugar í um 40 litlar bollur.

Kjötbollur

  • 500 g nautahakk
  • 100 g mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn
  • 1⁄2 stk. laukur
  • 4 stk. hvítlauksgeirar
  • 1 msk. chillikrydd
  • 1 tsk. cumin
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 1 tsk. salt
  • 1⁄2 tsk. pipar

Pico de gallo

  • 2 stk. þroskaðir tómatar
  • 1⁄2 stk. laukur
  • handfylli af kóríander
  • safi úr hálfri límónu
  • salt og pipar

Kjötbollur - aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
  2. Setjið öll innihaldsefni saman í matvinnsluvél og hakkið þar til allt hefur blandast vel saman.
  3. Gott er að skera hvítlaukinn gróflega niður ásamt lauknum.
  4. Myndið litlar kjötbollur og raðið þeim á bökunarpappírinn. Einföld uppskrift dugar í um 40 bollur.
  5. Eldið bollurnar í 12-15 mínútur.
  6. Bollurnar eru bestar heitar og gott er að bera fram með þeim með hrísgrjón, quacamole eða pico de gallo.

Pico de gallo - aðferð

  1. Skerið tómatana og laukinn smátt niður og blandið saman.
  2. Saxið kóríander og setjið saman við ásamt safa úr límónu og salti og pipar.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir

Ljósmynd/Thelma Þorbergs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert