Elsta viskí í heimi á tæpar 16 milljónir

Mbl.is/Macallan

Macallan er elsta viskí í heimi og fagnar hvorki meira né minna en 81 ári.

Undanfarin ár hafa verðmæti sjaldgæfs viskís, rokið upp úr öllu valdi þar sem flöskuverð hefur farið upp í tæpar 2 milljónir dollara. Skoski framleiðandinn Macallan, hefur sent frá sér elsta viskí í heimi – þar sem um ræðir elsta eimingartíma vínsins en ekki aldur flöskunnar sjálfrar. Viskíið var eimað árið 1940 og er fyrst 81 ári seinna, tappað á flösku. Elsta viskí heims er þó ekki borið fram með skrúfutappa, enda flaskan með rándýran verðmiða um hálsinn. Vínið kemur í 288 eintökum, í handblásinni glerkaröflu sem hvílir á þremur bronslituðum höndum og ætti að vera safngripur fyrir þá sem elska gott viskí.

Elsta viskí í heimi er 81 árs gamalt.
Elsta viskí í heimi er 81 árs gamalt. Mbl.is/Macallan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert