Hvernig getum við stuðlað að góðum nætursvefni fyrir utan að fara snemma í háttinn, huga að mataræðinu og sleppa snjalltækjunum? Jú, með þessari aðferð hér!
Besta ráðið að himneskum nætursvefni
- Byrjið á því að taka sængurver og lak af rúminu, einu sinni í viku.
- Hellið lavander ilmolíudropum í sápuhólfið og þvoið sængurverin sem munu draga í sig angan. En lavander olía þykir með þeim bestu til að róa og veita ánægju í rúminu.
- Ryksugið dýnuna og losið allt óþarfa ryk sem þar safnast svo auðveldlega fyrir.
- Setjið nýþvegnu sængurverin á rúmið og njótið draumanna í hreinu rúmi.