Nú getur þú keypt konunglegt freyðivín

Nýtt freyðivín frá Elísabetu Englandsdrottingu.
Nýtt freyðivín frá Elísabetu Englandsdrottingu. mbl.is/SAMIR HUSSEIN/WIREIMAGE; © HER MAJESTY QUEEN ELIZABETH II 2022

Eins og mörg­um er kunn­ugt, þá náði Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing nýj­um áfanga sem lengst ríkj­andi krún­unn­ar – eða heil 70 ár í há­sæt­inu. Þessu er að sjálf­sögðu fagnað með nýju freyðivíni, rétt eins og drottn­ing­unni einni sæm­ir.

Vínið kall­ast „Buck­ing­ham Palace English Spark­ling Wine“, og er skreytt merkimiða þar sem hönn­un­in bygg­ir á út­saumi á drottn­ing­ar­skikkju Elísa­bet­ar drottn­ing­ar – sem hún bar við krýn­ingu á sín­um tíma. Eins má sjá gyllt ólífu­lauf og strá sem tákna frið og nægju. Þetta er þó ekki fyrsta vín­teg­und­in sem teng­ist drottn­ing­unni, því síðan árið 2011 hef­ur vínviður verið vax­andi á kon­ungs­landi ná­lægt Windsor kast­ala.

mbl.is© HER MAJ­ESTY QU­EEN EL­IZA­BETH II 2022
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert