Nú getur þú keypt konunglegt freyðivín

Nýtt freyðivín frá Elísabetu Englandsdrottingu.
Nýtt freyðivín frá Elísabetu Englandsdrottingu. mbl.is/SAMIR HUSSEIN/WIREIMAGE; © HER MAJESTY QUEEN ELIZABETH II 2022

Eins og mörgum er kunnugt, þá náði Elísabet Englandsdrottning nýjum áfanga sem lengst ríkjandi krúnunnar – eða heil 70 ár í hásætinu. Þessu er að sjálfsögðu fagnað með nýju freyðivíni, rétt eins og drottningunni einni sæmir.

Vínið kallast „Buckingham Palace English Sparkling Wine“, og er skreytt merkimiða þar sem hönnunin byggir á útsaumi á drottningarskikkju Elísabetar drottningar – sem hún bar við krýningu á sínum tíma. Eins má sjá gyllt ólífulauf og strá sem tákna frið og nægju. Þetta er þó ekki fyrsta víntegundin sem tengist drottningunni, því síðan árið 2011 hefur vínviður verið vaxandi á konungslandi nálægt Windsor kastala.

mbl.is© HER MAJESTY QUEEN ELIZABETH II 2022
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert