Púðar og koddar í rúminu eiga það til að verða flatir og missa allt loft úr sér. Þá er gott að leita í húsráðin á matarvefnum því hér lumum við á trixi sem gæti hjálpað til við að fá púðana til að verða „fluffí“ á ný.
Svona færðu púða til að verða mjúka á ný
- Settu púðann í þurrkarann.
- Taktu stuttermabol, snúðu upp á hann og vefðu honum þannig að hann myndi einskonar þykkan hnút. Settu bolinn með inn í þurrkarann.
- Stilltu vélina á fimm mínútur og upprúllaði bolurinn mun hjálpa púðanum að hleypa meira lofti í fyllinguna er hann slæst í púðann og verður „fluffí“ á ný.